Fræðslufundur 18. febrúar

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI:

-Kynning á stofnun þekkingarhópa

-Stofnun þekkingarhóps um Rapid Prompting method

Á fundinum verður fyrsti þekkingarhópurinn stofnaður. Þekkingarhópurinn verður um "Rapid Prompting Method" og skyldar aðferðir. Þessi aðferð vakti athygli í myndinni Sólskinsdrengurinn.

Margrét Dagmar Ericsdóttir mun mæta á þennan fund og deila með okkur sinni reynslu sem leikmaður og benda okkur á hvar hægt sé að fá frekari upplýsingar.

Sjá nánar hér að neðan.

Fundartími: Miðvikudaginn 18. febrúar,

klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.

Þekkingarsetur um einhverfu

Umsjónarfélag einhverfra hefur á undanförnum árum stuðlað á margvíslegan hátt að því að auka fagþekkingu á einhverfu á Íslandi. Þetta hefur félagið gert með útgáfu bóka, tímarita, fræðslufundum, bókasafni og styrkja til fræðsluferða svo fátt eitt sé nefnt. Stjórn félagsins hefur ákveðið að bæta enn frekar í þennann þátt í rekstri félagsins og undir yfirskrift "Þekkingarsetur um einhverfu". Á næstu vikum verður því lögð áhersla á að styrkja bókasafn félagsins, styrkja útgáfu á myndböndum, bókum og bæklingum og stofnun þekkingarhópa um þau málefni sem brenna á fólki.

Þekkingarhópar

Miðvikudaginn 18. febrúar kl. 20:00 verður umgjörð sem félagið mun búa þekkingarhópum kynnt. Þeir sem hafa áhuga á stofnun þekkingarhópa um einhver málefni eru boðnir velkomnir. Þekkingarhópar verða öllum opnir, fagfólki, aðstandendum og öðrum.

Á fundinum 18. febrúar verður fyrsti þekkingarhópurinn stofnaður. Þekkingarhópurinn verður um "Rapid Prompting Method" og skyldar aðferðir. Þessi aðferð vakti athygli í myndinni Sólskinsdrengurinn. Augu margra opnuðust fyrir því að mögulega væri hægt að gera eitthvað meira fyrir að minnsta kosti einhverja mikið fatlaða einstaklinga. Margar spurningar vöknuðu einnig um aðferðafræðina. Margrét Dagmar Ericsdóttir mun mæta á þennann fund og deila með okkur sinni reynslu sem leikmaður og benda okkur á hvar hægt sé að fá frekari upplýsingar.