Fræðslufundur

Fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra
Þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 20:00.

Fundarstaður: Salur á fjórðu hæð í Sjónarhóli, Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík

Fundarefni: Sænska Empowerment / lífseflingar verkefnið.

Hanne Danmo sem er með Aspergergreiningu og Mats Jansson segja frá Empowerment / lífseflingar verkefnum í Svíþjóð. Með lífseflingarverkefnum hefur Svíum tekist á síðustu fjórum árum að virkja 1.200 einstaklinga með einhverfu sem komnir eru á fullorðinsár. Þannig hefur tekist að rjúfa félagslega einangrun margra og auka þekkingu og virðingu fyrir einhverfu. Einstaklingar sem taka þátt í þessum verkefnum eru hátt standandi á einhverfurófinu t.d. með ódæmigerða einhverfu eða Aspergerheilkenni. Í dag taka einhverfir þátt í lands- og svæðisstjórnum einhverfra í Svíþjóð, þetta var nánast óþekkt fyrir fjórum árum. Einhverfir stjórna nú sjálfir lífseflingarverkefnum, umræðuhópum, útgáfu tímarita o.s.frv.

Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru einn af hverjum 150 einstaklingum á einhverfurófinu. Þetta þýðir að á Íslandi eru um 2.000 einstaklingar með fötlun á einhverfurófi. Mikill minnihluti þessarra einstaklinga hefur fengið greiningu.. Með bættri greiningartækni er nú að fjölga mikið í þeim hópi sem er eldri en 18 ára. Lítið hefur verið um úrræði fyrir þessa einstaklinga til að vinna í þeim málefnum sem skipta þá máli. Með því að kynnast því starfi sem hefur gengið mjög vel í Svíþjóð er það von Umsjónarfélags Einhverfra að hægt verið að útbúa farveg fyrir þennann ört vaxandi hóp einstaklinga.