Fræðsla fyrir foreldra fatlaðra barna 0-10 ára.

Landssamtökin Þroskahjálp og Sjónahóll – ráðgjafarmiðstöð standa fyrir fimm kvölda fræðslu fyrir foreldra fatlaðra barna á aldursbilinu 0 - 10 ára. Farið verður yfir þá þjónustu og ráðgjöf sem í boði er sem og réttindi foreldra og barna þeirra.

Fræðslufundirnir verða að Háaleitisbraut 13 og standa frá kl. 20.00 til 22.00. Þeir verða sendir út á netinu og vistaðir í kjölfarið á heimasíðu Þroskahjálpar og Sjónarhóls. Fyrsta fræðslukvöldið verður 14. mars. Sjá nánar á heimasíðu Landssamtakanna Þroskahjálpar auglýsingu og dagskrá.