Fótbolti fyrir stelpur

Fréttatilkynning

Íþróttafélagið Ösp og Knattspyrnufélagið Víkingur bjóða í vetur upp á knattspyrnunámskeið fyrir þroskahamlaðar stelpur á öllum aldri, vinkonur þeirra, skólafélaga og aðra sem áhuga hafa.

Námskeiðið byggir á hugmyndafræði Unified football þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman í liði. Knattspyrnustelpur úr Víkingi hafa

tekið þátt í verkefninu í haust en stefnt er að því að senda kvennalið til þátttöku í Unified football á leikum Special Olympics í framtíðinni.

Æfingar eru fyrir alla aldurshópa og fara fram

á laugardögum kl. 14:45 – 16:00 í íþróttahúsi Hlíðarskóla.

Markmið æfinganna eru:

Bæta grunntækni í knattspyrnu

Stuðla að heilsusamlegri hreyfingu

Stuðla að góðum félagsskap

Auka áhuga á knattspynu og hreyfingu almennt

Stuðla að jákvæðri upplifun af knattspyrnu og hreyfingu

Nánari upplýsingar veitir Darri McMahon í síma 8678049 eða

Ólafur Ólafsson formaður Aspar. Sími 8998164

Netfang ospin@ospin.is

ALLIR GETA VERIÐ MEÐ

ÞAÐ VERÐUR TEKIÐ VEL Á MÓTI ÞÉR, HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG