Foreldrahópur í Reykjavík í febrúar

Foreldrahópar í Reykjavík í febrúar:
Foreldrahópar í Reykjavík verða með öðru sniði en vanalega. Báðir hópar munu funda saman og á fundinn mun mæta Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi og segja frá reynslu sinni sem móðir drengs með Aspergersheilkenni 6-16 ára. Haukur sonur hennar mun einnig mæta og sitja fyrir svörum í lokin.
Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20-22, á Háaleitisbraut 13, 1. hæð í matsal.
Fundurinn er öllum opinn, ekki þarf að tilkynna þátttöku.