Foreldrahópar í október og kynning Ástu Birnu á Akureyri

Akureyri:

Sunnudaginn 9. október klukkan 16.00 verður Ásta Birna Ólafsdóttir þroskaþjálfi með kynninguna „Í skóla Somu Mukopadhayay“ fyrir foreldra á Akureyri og nágrenni. Ásta var í hálft ár í Texas til að læra um RPM kennsluaðferðina. Þessi kynning verður um námsferðina og örstutt um aðferðina. Einhverjir muna eftir þessari aðferð úr myndinni „Sólskinsdrengurinn“.

Mánudaginn 10. október klukkan 20.00 verður svo hefðbundinn foreldrafundur.

Bæði kynningin og foreldrafundurinn verða á skrifstofu Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg.

Reykjanes:

Hópur foreldra á Reykjanesi mun hittast fimmtudagskvöldið 6. október kl. 20:30 í Ragnarsseli, húsi Þroskahjálpar, Suðurvöllum 7, Reykjanesbæ. Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, Jóhanna María, johannamaria@simnet.is 862-8209.

Reykjavík:

Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun hittast miðvikudagskvöldið 5. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittast miðvikudagskvöldið 5. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Aðrir foreldrahópar verða auglýstir síðar.