Foreldrahópar í október

Einhugur foreldrafélag Vestmannaeyjum:

Þá fara spjallfundir foreldra að rúlla af stað. Við stefnum á að vera fyrsta þriðjudagskvöld hvers mánaðar, byrjum n.k. þriðjudag, 2. okt. og ætlum í þetta skiptið að hittast kl. 20.30 heima hjá Stefaníu, Hólagötu 16 neðri hæð. Allir foreldrar barna á einhverfurófinu eru velkomnir og ekki síst pabbarnir :)

Nánari upplýsingar veitir Guðrún gudrun@vestmannaeyjar.is  http://einhugur.blogg.is Facebook-síðan Einhugur foreldrafélag

Reykjavík: 

Hópur foreldra barna með Aspergersheilkenni/ ódæmigerða einhverfu mun hittast miðvikudagskvöldið 3. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, í fundarsal á 4. hæð. 

Hópur foreldra barna með einhverfu í leikskólum/grunnskólum mun hittast miðvikudagskvöldið 3. október klukkan 20:00, að Háaleitisbraut 13, fundarherbergi 4. hæð. 

Nánari upplýsingar veitir Sigrún, sigrun@einhverfa.is 

Allir eru velkomnir í hópastarfið. Ekki þarf að tilkynna þátttöku.