Foreldrahópar í desember

Foreldrahópar:

Akranes: Foreldrahópur einhverfra barna á Akranesi og nágrenni ætlar að hittast miðvikudaginn 1. desember klukkan 20:30 í Fjöliðjunni við Dalbraut Akranesi. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 6152177 eða með því að senda á netfangið elsa.lara.arnardottir@akranes.is

Akureyri: Foreldrahópur á Akureyri ætlar að hittast þriðjudaginn 14. desember klukkan 20:00 í húsnæði Þroskahjálpar í Kaupangi við Mýrarveg. Kveðja, Elín M. Lýðsdóttir, elin@hugurax.is

Reykjavík: Ekkert hópastarf er í Reykjavík í desember, þess í stað verður jólafundur félagsins 8. desember klukkan 20:00-22:00 að Háaleitisbraut 13. 4. Hæð. Þetta er spjallfundur með léttu yfirbragði. Lára Björg Björnsdóttir mun koma og lesa upp úr bók sinni „Takk útrásarvíkingar“.

Reykjanes: Hópur foreldra á Reykjanesi mun hittast fimmtudagskvöldið 2. desember kl. 20:30 í Ragnarsseli, húsi Þroskahjálpar, Suðurvöllum 7, Reykjanesbæ. Vonumst til að sjá sem flesta. Kveðja, Jóhanna María, johannamaria@simnet.is 862-8209

Suðurland: Á síðasta fundi okkar hér á Suðurlandi var ákveðið að fresta desemberfundi og jafnframt að breyta fundartíma í síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Næsti fundur á Suðurlandi er því ráðgerður fimmtudaginn 27. Janúar 2011. Kveðja, Aðalbjörg Skúladóttir, Adalbjorg.Skuladottir@landsbankinn.is

Vestmannaeyjar: Foreldrar í Vestmannaeyjum munu hittast þriðjudagskvöldið 7. desember kl. 20:00 í frístundamiðstöðinni Rauðagerði. Með kveðju, Guðrún J. gudrun@vestmannaeyjar.is