Fjölsmiðjan

Opinn fræðslufundur hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FUNDAREFNI:

Kynning á starfsemi Fjölsmiðjunnar

Í Fjölsmiðjunni í Kópavogi fer fram verkþjálfun og fræðsla fyrir fólk á aldrinum 16 - 24 ára. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Töluvert er um að ungmenni með fötlun á einhverfurófi fari í þjálfun hjá Fjölsmiðjunni.

Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar mun kynna starfsemina.

Fundartími: Fimmtudagurinn 25. september, klukkan 20:00.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Fundurinn er öllum opinn.