Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn 2. júní

Hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 2. júní klukkan 12-16.

Í tilefni að 30 ára afmæli Umsjónarfélags einhverfra á þessu ári, erfélagsmönnum, fjölskyldum þeirra, íbúum sambýla og starfsfólki sambýla og skammtímavistana boðið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, laugardaginn 2. júní frá klukkan 12 til 16.  Verðum við með veitingatjaldið hjá kaffihúsinu á leigu.  Þar verður boðið uppá grillaðar pylsur, kaffi, safa og meðlæti.  Einnig verða skemmtiatriði í tjaldinu. Fólk er vinsamlegast beðið að gefa sig fram í miðasölu og sýna fréttabréfið til að fá frítt inn.  Þar geta börn fengið miða í tækin eða armbönd sem veita ótakmarkaðan aðgang í tækin (hentar þeim börnum sem fara mikið í tækin).

Drög að dagskrá í veitingatjaldinu:

Tími:
12-13  Grillaðar pylsur
13-14  Ávarp frá formanni   Skemmtiatriði
14-16  Kaffi og meðlæti
Gott væri að fá tölvupóst frá félagsmönnum um þátttöku svo við getum áætlað fjöldann.  Netfangið er einhverf@vortex.is