Félagshæfnisögur til sölu hjá Umsjónarfélagi einhverfra

FélagshæfnisögurLeiðbeiningar um gerð og notkun


Fræðsluefnið er um gerð og notkun félagshæfnisagna og var hluti af lokaverkefni okkar til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræðum. Þar sem skortur hefur verið á fræðsluefni á íslensku um félagshæfnisögur teljum við að þessi bók geti gagnast öllum þeim sem vilja nýta aðferðina.
Í fræðsluefninu er fjallað stuttlega um félagsleg samskipti barna og Hugarkenninguna, hæfileika barna að setja sig í spor annarra. Einnig eru einfaldar leiðbeiningar um gerð félagshæfnisagna sem og dæmi um sögur sem hægt er að styðjast við. Sögurnar eru alls 60 og tengjast daglegu lífi barns. Félagshæfnisögunum er skipt í sex flokka: félagshæfni, persónuleg umhirða, heimilið, leikskólinn, að fara út og sérstök tilefni. Dæmi um sögur eru: Að biðja um hjálp, að fara í hrein föt, að borða matinn minn, að bora í nefið og þegar ég fer í sund. Einnig segjum við frá ýmsum útfærslum á notkun félagshæfnisagna og erum með gátlista sem hægt er að styðjast við þegar skrifuð er saga.

Þar sem efnið vakti strax mikla athygli ákváðum við að prenta eintök til að selja. Hægt er að nálgast efnið með því að senda tölvupóst á netfangið felagshaefnisogur@gmail.com með upplýsingum um kaupanda og greiðanda, ásamt heimilisfangi. Innifalið í verði er sendingarkostnaður. Efnið er einnig til sölu hjá Umsjónarfélagi einhverfra, Háaleitisbraut 13, 2. hæð, einhverf@vortex.is. Þar er opið á miðvikudögum frá 9 til 3 og á föstudögum frá 9 til 12. Félagshæfnisögur - Leiðbeiningar um gerð og notkun: 3500 kr.

Með kveðju,Auður Björk Kvaran,Eva Hrönn Jónsdóttirog Jóhanna Björg Másdóttirþroskaþjálfar.