Farsímar - snjallsímar - iPad

Opinn fræðslufundur Umsjónarfélags einhverfra

þriðjudaginn 27. september 2011

Farsímar – snjallsímar – iPad
stuðningstæki í daglegu lífi

TMF Tölvumiðstöð kynnir
Það að hafa ekki stjórn á og yfirsýn yfir verkefni dagsins getur valdið óróleika og vanlíðan. Almenna tækni eins og farsímann má nota sem hjálpartæki. Á kynningunni verður farið yfir hvernig venjulegir farsímar, snjallsímar og iPad geta verið stuðningstæki í daglegu lífi. Farsímann má m.a. nota sem minnis- og skipulagstæki. Hægt er að nota myndir, texta og tal.
Í iPad er m.a. hægt að búa til félagshæfnisögur og tjáskiptatöflur.

Fyrirlesarar: Sigrún Jóhannsdóttir talmeinafræðingur og Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi.

Fundartími: Þriðjudaginn 27. september klukkan 20-22.

Fundarstaður: Háaleitisbraut 13, salur á 4.hæð

Fundurinn er öllum opinn.