Er RPM eitthvað fyrir mig?

Opinn fundur hjá umsjónarfélagi einhverfra þann 16. apríl klukkan 20-22,

Að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Er RPM eitthvað fyrir mig?

Á einhverfi sonur þinn eða dóttir erfitt með talað mál og markvissa tjáningu? Eruð þið í hópi þeirra foreldra sem í gegnum árin eruð búin að prófa ýmislegt, en með litlum árangri? Er vonin farin að dvína? Ef svo er þá er RPM kannski eitthvað sem ykkur langar til að kynna ykkur betur.

RPM eða Rapit Prompting Method er sú aðferð sem kynnt var stuttlega í kvikmyndinni Sólskisndrengur á dögunum. Þann 16.apríl nk. Kl: 20:00 (Háleitisbraut) munu foreldrar þeirra einstaklinga sem oft eru flokkuð undir það að vera á þyngri enda einhverfurófsins hittast. Við munum ræða um syni okkar og dætur og einnig hvort RPM sé eitthvað sem við gætum nýtt okkur. Á fundinum verður hægt að fá upplýsingar um hvar nálgast megi efni um aðferðina og horft verðum á myndbrot um aðferðina.

Vonumst til þess að sem flestir foreldra sjái sér fært að mæta og eiga með okkur notalega kvöldstund.

Þekkingarhópur um RPM, Ásta Birna Ólafsdóttir, astabirna@fss.is