Einhverfusamtökin hlutu styrk frá Verslunarskólanemum.

Í dag fengu Einhverfusamtökin 50.000, króna styrk frá ungum stúlkum í Verslunarskólanum. Í frumkvöðlafræði höfðu þær hannað stjörnumerkjahálsmen úr ekta silfri í samstarfi við Gull- og Silfursmiðju Ernu. Hálsmenin eru hönnuð undir merkinu ASTRUM design. Fengu þær viðurkenningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir fallegustu hönnunina af 46 fyrirtækjum sem tóku þátt í fyrirtækjakeppni framhaldsskólanna. Eru þær með facebook síðu undir nafninu ASTRUM design.  Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.