Einhverfusamtökin héldu málþing um húsnæðismál þann 25. mars.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra

Einhverfusamtökin stóðu fyrir málþingi á laugardag um húsnæðismál. Það var sérstaklega ánægjulegt að Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra flutti þar erindi í upphafi og sat svo með okkur allt málþingið og tók þátt í pallborðsumræðum í lokin. Eitt erindi málþingsins var þó sérstaklega áhugavert og flutt á frumlegan hátt, en það var erindi Bjarna H. Sigfússonar. Sjá hér slóðinni: https://vimeo.com/210036061 Málþingið í heild var tekið upp og koma upptökurnar fljótlega inn á vefinn.