Einhverfuráðgjöf

Guðlaug Svala Einhverfuráðgjöf
Guðlaug Svala Einhverfuráðgjöf

Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, verkefnastjóri fræðslu hjá Einhverfusamtökunum, býður frá og með haustinu 2022 upp á ráðgjöf fyrir einstaklinga á einhverfurófi og aðstandendur einhverfra, til viðbótar við fræðslueridi fyrir skóla, fyrirtæki og stofnanir.

Ráðgjöfin felst í fræðslu um einhverfu og gagnleg úrræði í lífi og starfi og er nokkurs konar jafningjafræðsla. Einhverfuráðgjöfin byggir á grunni skynsegin hugmyndafræðinnar (neurodiversity) sem gerir ráð fyrir því að einhverfa sé eðlilegur hluti mannrófsins og að laga þurfi umhverfið að þörfum einhverfra frekar en öfugt.

Guðlaug Svala er sjúkraþjálfari með fjölbreytta reynslu af ólíkum sviðum heilbrigðisþjónustu og félagsmála og þekkir einhverfu af eigin raun og sem foreldri.  

Ráðgjöfin fer fram á skrifstofu Einhverfusamtakanna, Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Hægt er að bóka ráðgjöf gegnum tölvupóst í gudlaug@einhverfa.is og á Noona appinu hér (Einhverfufræðsla og ráðgjöf).