Einhverfir bruggarar frá Danmörku heimsækja Ísland

Brugghúsið People Like Us með vitundarvakningu um stöðu og styrk einhverfra

People Like Us er nýstárlegt danskt brugghús sem rekið er af einhverfum með stuðningi frá Mikkeller sem er eitt þekktasta brugghús Norðurlanda.  People Like Us verða í stuttri heimsókn á Íslandi til þess að kynna starfsemi sína Mikkeller & Friends Reykjavík.

Tilgangur People Like Us er fjölþættur.  Brugghúsið bruggar úrvals bjór og það vinnur statt og stöðugt að því að skapa störf fyrir einhverfa einstaklinga, veita öðrum innblástur til þess að gera það sama og að ögra og útvíkka hugtök samfélagsins um hvað telst venjulegt norm.    

“Við erum mjög spennt yfir því að halda þennan viðburð hér á Íslandi og við lofum ykkur að þetta verða þrír dagar fullir af innblæstri, gleði, frábærum handverksbjór, mat, samfélagslegri vitundarvakningu, samkvæmum og innsýn inn í heim einhverfra.” segir Alberte Jannicke frá People Like Us. 

Í tilefni komu People Like Us mun nafnlausi pizzastaðurinn á Hverfisgötu 12 bjóða uppá pizzu sem heitir Pizza Like Us og verður eingöngu fáanleg 18. til 20. janúar.   Ágóði af sölu pizzunnar og af sölu Mikkeller & Friends Reykjavík þessa daga mun renna til Specialisterne á Íslandi.   Specialisterne eru samtök stuðla að því að auka hlut einhverfra á vinnumarkaðnum.   Einhverfusamtökin eru einnig sérstakur ráðgjafi og velunnari. 

People Like Us verða sömuleiðis á bjórhátíð KEX Hostel eða The Annual Icelandic Beer Festival 2018 sem haldin verður í næsta mánuði. 

Fimmtudagur 18. janúar

• Kynning á People Like Us og People Like Us Club

• Pizza Like Us á Hverfisgötu 12 fáanleg í eingöngu þrjá daga.

• People Like Us Tap Takeover á Mikkeller & Friends

• DJ Barbarella spilar á Hverfisgötu 12 

Föstudagur 19. janúar

• People Like Us segja sögur úr reynsluheimi sínum.

• Pizza Like Us á Hverfisgötu 12 fáanleg í eingöngu þrjá daga.

• People Like Us Tap Takeover á Mikkeller & Friends

• DJ Z spilar á Hverfisgötu 12

Laugardagur 20. janúar 

• Lokahóf People Like Us á Mikkeller & Friends

• People Like Us Tap Takeover á Mikkeller & Friends

• DJ Api Pabbi spilar á Hverfisgötu 12