Einhverfa - Hvað er til ráða?

Á skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra er til sölu fræðslumynd á dvd um úrræði sem í boði eru fyrir börn og unglinga með röskun á einhverfurófi. Sérfræðingar frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fjalla um greiningarferlið og lýsa helstu þjálfunaraðferðum í leik- og grunnskólum. Tekin eru viðtöl við foreldra og sýndar myndir af börnum við nám og leik. Einnig er greint frá starfsemi Umsjónarfélags einhverfra. Verðið á disknum er kr. 1500,-til einstaklinga, kr. 4.900 til skóla og kr. 5.900 til bókasafna. Þessi mynd var sýnd á aðalfundi félagsins í vor.