Einhverf dagleið – Myndir úr lífi fjölskyldu

Í salnum á 4. Hæð á Háaleitisbraut 13 stendur yfir ljósmyndasýning. Daði Gunnlaugsson, nemi í ljósmyndun við Tækniskólann tók þessar myndir  vegna verkefnis sem gekk útá að mynda fólk í sínu eðlilega umhverfi. Ákvað hann að taka myndir af fjölskyldu sem er öll á einhverfurófi. Eru myndirnar mjög lýsandi og sýna aðstæður þeirra heimafyrir.

Myndirnar munu hanga uppi fram yfir aðalfund félagsins, 25. apríl.