Ég og fleiri frægir - styrkur

Alexander Birgir Björnsson og fjölskylda hafa verið valin Grindvíkingar ársins 2014. Alexander stóð fyrir tónleikum í Grindarvíkurkirkju í nóvember 2014 til styrktar Einhverfusamtökunum og Birtu. Styrkurinn var afhentur nú í janúar og hlaut hvort félag kr. 642.000 í styrk. Er þetta frábært framtak hjá Alexander og fjölskyldu og þökkum við þeim kærlega fyrir.