Bútasaumsteppi fyrir börn

Til foreldra barna á einhverfurófi.

Umsjónarfélagi einhverfra hafa verið gefin bútasaumsteppi fyrir börn. Það er Bútasaumsfélag Íslands sem gefur teppin. Þetta er norsk hugmynd og heitir framtakið "Teppi handa hetju". Þetta snýst um það að barnið komi sjálft og velji sér teppi og það er tekin mynd af barninu með teppið og er myndin síðan send til félagsins. Og fær því sá sem gerði teppið mynd af barninu með teppið sem viðkomandi saumaði. Umhyggja hefur nú þegar afhent mörgum börnum teppi en nú fá börn á einhverfurófi tækifæri til að koma og velja sér teppi.

Teppin verða afhent á Háaleitisbraut 13, 4. hæð, næstkomandi sunnudag, 25. september milli klukkan 12:00 og 14:00. (athugið að um takmarkaðan fjölda teppa er að ræða, þ.e. ca40-50 teppi)

Munið að börnin verða að koma með foreldrum og velja sjálf teppi ef nokkur möguleiki er á því.
Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.