Bolir til sölu

Stuttermabolir með merki Umsjónarfélags einhverfra:
Umsjónarfélag einhverfra hefur látið útbúa stuttermaboli með merki félagsins. Þeir sem hafa áhuga á að hlaupa í bolum merktum félaginu í Reykjavíkurmaraþoni geta keypt þá á skrifstofu félagsins á kr. 1000,-. Bolirnir eru í stærðunum 7-8 ára, 11-12 ára og s, m, l, og xl í fullorðinsstærðum.

Skrifstofan verður opið á þriðjudaginn 18. ágúst frá 16 til 18, miðvikudaginn 19. ágúst frá 9 til 16 og föstudaginn 21. ágúst frá 9 til 14. Skrifstofa félagsins er að Háaleitisbraut 13, 2. hæð.

Með kveðju, Sigrún Birgisdóttir, skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra.