Bíómyndin Sólskinsdrengurinn

Stórvirkið, bíómyndin Sólskinsdrengurinn verður frumsýnd 9. janúar 2009. Þessi mynd er um leit móður að öllu sem getur hjálpað einhverfum syni hennar. Í leit sinni ferðast hún víða um heim og ræðir við helstu sérfræðinga heimsins í málefnum einhverfa.

Opnaður hefur verið bjartur og fallegur vefur myndarinnar. http://www.solskinsdrengurinn.is/

Í tengslum við myndina munu nokkrir aðila sem fram koma í myndinni koma til landsins. Umsjónarfélag einhverfra, í samvinnu við framleiðendur myndarinnar og Skýrslutæknifélag Íslands munu verða með hádegisverðarfund 16. janúar 2009 þar sem Torkil Sonne, stofnandi www.specialisterne.dk mun segja okkur hvernig hann hefur búið til hátæknifyrirtæki þar sem 75% einstaklinganna eru einhverfir!