Bæklingur - Jólaboð og fólk á einhverfurófinu

Ásdís Bergþórsdóttir sálfræðingur hefur útbúið upplýsingabækling um skynerfiðleika fólks á einhverfurófinu í jólaboðum. Hann er hugsaður til þess að fólk geti prentað hann út og látið ættingja sína fá til að þeir fái betri skilning á skynjunarvanda í jólaboðum.

Til þess að prenta þennan bækling þá þarf að prenta hann á báðum hliðum, velja Actual size og Flip on short edge. Þá er hægt að brjóta hann saman. 

Hér er hlekkur á bæklinginn á síðu Ásdísar: http://krossgatan.is/Jolabod.pdf