Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar, verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr.59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 550/1994 um styrki vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra.

Reykjavíkurborg er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra- og tækjakaupa vegna heimavinnu eða sjálfstæðrar starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.

Umsóknareyðublað má nálgast í Rafrænni Reykjavík. 

Umsóknir skulu berast eigi síðar en 28. nóvember 2012. 

Frekari upplýsingar veitir þjónustumiðstöðin í þínu hverfi:

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Vesturgarður, Hjarðarhaga 45-47, s. 411 1700

Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, s. 411 1600

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, s. 411 1500

Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Miðgarður, Gylfaflöt 5, s. 411 1400

Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, s. 411 1300

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Hraunbæ 115, s. 411 1200

Þjónustuver Reykjavíkurborgar s. 411 1111