Atvinnumál einhverfra

Atvinnumál einhverfra í upplýsingatækni

Umsjónarfélag einhverfra í samvinnu við SKÝ heldur Hádegisverðarfund á Grand Hótel föstudaginn 16. janúar nk. kl. 12 - 14


Í tilefni af útgáfu heimildarmyndarinnar „Sólskinsdrengurinn" mun Skýrslutæknifélag Íslands ásamt Umsjónarfélagi einhverfra og aðstandendum myndarinnar standa fyrir hádegisverðarfundi um stöðu einhverfra í atvinnulífinu. Aðal fyrirlesari verður danski frumkvöðullinn Thorkil Sonne en hann hefur hlotið heiðursverðlaun danska Upplýsingatæknifélagsins á árinu 2008 fyrir störf sín í þágu einhverfra. Thorkil hefur með góðum árangri nýtt, þjálfað og skapað verðmæt störf fyrir fólk með einhverfu í upplýsingatækni. Mikill fengur er, sérstaklega nú í kreppunni, að fá einstakling sem finnur tækifæri þar sem aðrir sjá aðeins vandamál. Torkil kemur fram í íslensku heimildarkvikmyndinni Sólskinsdrengurinn sem frumsýnd er 9. janúar 2009.
Dr. Evald Sæmundsen sviðstjóri fagsviðs einhverfra á Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins útskýrir mikla breidd einhverfurófsins, styrkleika, veikleika og greind. Á síðustu tveimur árum hafa greinst vel á þriðja hundruð einstaklinga með einhverfu á Íslandi. Þekking á einhverfu hefur aukist mikið síðastliðin ár, en með þekkingu og skilningi er hægt að auka lífsgæði einhverfra og nýta styrkleika þeirra í leik og starfi.
Árni Már Björnsson verkefnisstjóri hjá Vinnumálastofnun og umsjónarmaður með flutningi atvinnumála fatlaðra til Vinnumálastofnunar fer yfir mögulegan stuðning stofnunarinnar við einhverfa einstaklinga og við fyrirtæki. Stofnuninn er með ýmis úrræði sem hægt er að nýta sér til að koma af stað nýrri starfsemi.

Dagskrá

12:00 Skráning fundargesta
12:15 Setning fundarins og hádegisverður borinn fram
12:40 Dr. Evald Sæmundsen, kynning á einhverfurófi
12:55 Thorkil Sonne, Specialisterne (kynning á ensku)
13:30 Árni Már Björnsson, stuðningur við atvinnuþátttöku
13:45 Umræður
13:55 Fundi slitið
Fundarstjóri er Hjörtur Grétarsson upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar

Undirbúningsnefnd skipa: Hjörtur Grétarsson upplýsingatæknistjóri Reykjavíkurborgar og Magnús Hafliðason frá Símanum

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský og félagsmenn Umsjónarfélags einhverfa er 3.800 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 4.800 kr.

Skráðu þig núna með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553 2460.

Bestu kveðjur,
Skýrslutæknifélag Íslands
Engjateig 9
105 Reykjavík
http://www.sky.is/
sky@sky.is