Ályktun Einhverfusamtakanna vegna útskrifta nemenda af starfsbrautum framhaldsskóla

Ályktun Einhverfusamtakanna vegna útskrifta nemenda af starfsbrautum framhaldsskóla

Nú eru útskriftir framhaldsskóla framundan. Fyrir flesta er þetta mikill gleðidagur en því miður á það ekki við um alla útskriftarnema. Undanfarin ár hafa mörg erindi borist Einhverfusamtökunum þar sem nemendur á starfsbraut hafa verið ósáttir við þá aðgreiningu sem tíðkast við útskriftir. Þau eru útskrifuð í sérhópi, með grænar húfur. Húfurnar eru beinlínis merkimiði því liturinn kemur úr merki Landssamtakanna Þroskahjálpar.  Mörg þeirra upplifa þetta sem niðurlægingu og þeirra útskriftardagur er enginn gleðidagur. Þetta er lítill og táknrænn munur en skiptir megin máli fyrir kveðjustundina úr skólanum sem á að vera ánægjuleg fyrir alla.

Til eru undantekningar á þessu. Til dæmis má nefna að í Flensborgarskóla hafa nemendur af starfsbraut útskrifast með hvítar húfur og einnig hafa nemendur starfsbrautar  MK getað valið að útskrifast sér, eða í almennri útskrift og hafa verið með hvítar húfur.  FMOS gefur nemendum sínum kost á að velja hvort þau útskrifist með húfur og þá hvernig húfur.

Ein af meginreglum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 3.gr. c, hljóðar svo:

Full og virk þátttaka í samfélaginu án aðgreiningar.

 

Einhverfusamtökin fara þess á leit að skólar endurskoði afstöðu sína og dragi úr aðgreiningu.