ALÞJÓÐLEGUR DAGUR EINHVERFU 2. APRÍL

 

Í tilefni af aþjóðlegum degi einhverfu, 2. apríl, verða Einhverfusamtökin með opið hús að Háaleitisbraut 13, 4. hæð, frá klukkan 20 til 22. 

Dagskrá: 
-Laufey I. Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi mun fjalla um listsköpun kvenna á einhverfurófi.
-Opnuð verður sýning á vantslitamyndum Fridu Adriönu Martins og mun hún lesa upp úr fyrstu bók sinni þar sem hún breytir upplifun sinni af einhverfu í litríkan ævintýraheim. 
-Einhverfusamtökin munu veita viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu einhverfra.
-Tónlistaratriði.
-Veitingar og spjall.


Vonum við að fólk fjölmenni og fagni 2. apríl með okkur.
Stjórn Einhverfusamtakanna.