Afmælisrit Einhverfusamtakanna

Í tilefni af 40 ára afmæli Einhverfusamtakanna í vetur var ákveðið að gefa út tímarit með viðtölum og ýmsum fróðleik. Ritið hefur nú loksins litið dagsins ljós og verður dreift á næstu vikum til félagsmanna, inn í alla leik-, grunn- og framhaldsskóla, heilsugæslustöðvar, bókasöfn og félagsþjónustuskrifstofu. Einnig er hægt að nálgast tímaritið á skrifstofu Einhverfusamtakanna. Viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt og styrktu okkur við þessa útgáfu.