Aðalfundi Einhverfusamtakanna frestað

Aðalfundi Einhverfusamtakanna, sem skv. lögum samtakanna ber að halda fyrir lok apríl ár hvert, verður að fresta vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru í samfélaginu vegna Covid-19. Um leið og við sjáum okkur fært munum við ákveða fundartíma og senda út fundarboð til félagsmanna.

Stjórn Einhverfusamtakanna.