Að sjá hið ósýnilega - Sýnd á RÚV þriðjudaginn 14. apríl

Vissir þú að mun fleiri drengir fá einhverfugreiningu en stúlkur? Konur á einhverfurófi fá greiningu seint og það hefur neikvæð og alvarleg áhrif á líðan þeirra, heilsu og tækifæri til þátttöku. Heimildarmyndin „Að sjá hið ósýnilega“ varpar ljósi á líf og reynslu einhverfra kvenna og markmiðið með henni er að vekja athygli á stöðu þeirra, vinna gegn fordómum og stuðla að jákvæðum viðhorfum í samfélaginu. Framleiðendur: Eyjafilm, Kraumar framleiðsla og Einhverfusamtökin.

Myndin verður sýnd í Ríkissjónvarpinu þriðjudaginn 14. apríl klukkan 20:00.