Að sjá hið ósýnilega - heimildarmynd um konur á einhverfurófi

Á alþjóðlegum degi einhverfu 2. apríl munu Einhverfusamtökin forsýna heimildarmynd um konur á einhverfurófi. Að því tilefni höfum við opnað facebook síðu með upplýsingum um myndina. Erum við innilega þakklát öllum þeim konum sem komu að gerð myndarinnar og voru tilbúnar til að deila reynslu sinni. Hér er slóð á  facebooksíðu myndarinnar.