35 ára afmæli Umsjónarfélags einhverfra

35 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR UMSJÓNARFÉLAGS EINHVERFRA 25. ÁGÚST 2012 í HÚSDÝRAGARÐINUM

Umsjónarfélag einhverfra verður 35 ára á árinu. Við ætlum að fagna því í Húsdýragarðinum laugardaginn 25. ágúst frá klukkan 13 til 16. Við ætlum að eiga þar góða stund saman og grilla pylsur, bjóða upp á kaffi og safa og aðrar veitingar í veitingatjaldinu. Umsjónarfélagið greiðir aðgangseyri fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra og því mikilvægt að tilkynna við innganginn að fólk sé á vegum félagsins. Gott væri að þeir sem eiga sundkort ÍTR/örorkuskírteini/umönnunarkort hafi það meðferðis og sýni við innganginn.

-Blöðrulistamenn verða á staðnum frá kl. 13-15 og búa til fígúrur fyrir börnin.

-Ingó töframaður mætur um klukkan 14 og sýnir töfrabrögð.

-Mamiko Dís og Ari munu svo spila á hljóðfæri og syngja.

Við vonum að allir mæti með góða skapið og klæddir eftir veðri.
Starfsfólk sambýla og búsetukjarna fyrir einhverfra, endilega komið með íbúana ef þeir hafa ánægju af slíkum samkomum.

                       Hlökkum til að fagna þessum deg með ykkur,
                       stjórn Umsjónarfélags einhverfra.