2. APRÍL, DAGUR EINHVERFU

2. apríl er dagur einhverfu samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Þetta árið er athyglinni beint að konum og stúlkum á einhverfurófi og mikilvægi þess að auka þátttöku fatlaðra kvenna í stefnumótun og ákvarðanatöku í málefnum sem snúa að þeirra lífi. Hvernig væri að klæðast rauðu í tilefni dagsins? Hér er hlekkur á síðu Sameinuðu þjóðanna. 

Þess misskilnings virðist gæta að dagur einhverfu / litur einhverfra sé blár. Svo er ekki. Það er mismunandi eftir löndum, samtökum og verkefnum hvaða liti er verið að nota í vitundarátökum tengdum alþjóðlegum degi einhverfu. Margir fullorðnir einhverfir vilja nota rauða litinn, aðrir gyllta litinn eða regnbogalitina. Autism Acceptance Month er á vegum The Autistic Self Advocacy Network (ASAN) og byggir verkefnið á að nota aprílmánuð til að veita réttar upplýsingar og fjalla af virðingu og með jákvæðum hætti um einhverfu og fólk á einhverfurófi. Ættu allir aðilar tengdir einhverfu að taka þetta sér til fyrirmyndar. http://www.autismacceptancemonth.com/