2. APRÍL, ALÞJÓÐLEGUR DAGUR EINHVERFU

Stop Discrimination - stöðvum mismunun

Á alþjóðlegum degi einhverfu, 2. apríl í ár mun Autism Europe hefja herferð byggða á slagorðinu „Stop Discrimination“ eða stöðvum mismunun. 

Einhverfir verða fyrir mismunun á hverjum degi.  Að hafa ekki aðgang að skólum, atvinnumarkaði, félagslegum úrræðum o.s.frv. er mismunun.  Að geta ekki tekið þátt í samfélaginu vegna skorts á stuðningi er mismunun. Þetta eru aðstæður sem margir einhverfir búa við. Afsökun stjórnvalda er oft sú að ekki sé til fjármagn en í mörgum tilfellum þarf ekki aukið fjármagn til að jafna stöðu fólks, miklu frekar rétt hugarfar.  Það þarf að breyta hugarfari samfélagsins svo allir sitji við saman borð, óháð fötlun eða félagslegri stöðu.