Lífsleikni - námskeið fyrir stúlkur

L í f s l e i k n i

Námskeið og umræðutímar á vegum Umsjónarfélags einhverfra og Þekkingarseturs Áss um félagstengsl og kynímynd

Fyrir stúlkur með röskun á einhverfurófi á aldrinum

13-15 ára og 16-20 ára

Í hverjum hópi verða 3-5 stúlkur og mun hver stúlka koma í viðtal áður en námskeiðið hefst til að ræða væntingar og sérstakar óskir. Þetta skiptir máli fyrir samsetningu hópanna. Hóparnir hittast í sex skipti, tvær klukkustundir í senn. Ákveðin þemu eru höfð að leiðarljósi og hefst hver tími með fræðsluinnleggi sem verða síðan rædd frekar með umræðum og verkefnum.

Þemu:

- Sjálfsmynd og tilfinningar

- Samskipti við vini og fjölskyldu

- Strákar og Netið

- Kynlif, kynsjúkdómar og getnaðarvarnir

- Umgengni og ábyrgð
Tímasetning: Verður skipulögð í samráði við þátttakendur.

Leiðbeinendur: Laufey Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Þóra Leósdóttir iðjuþjálfi.

Skráning og upplýsingar: Hjá Maríu í síma 414 0500 eða sendið tölvupóst á netfangið maria@styrktarfelag.is með upplýsingum um nafn og síma og haft verður samband.

Þátttökugjald:kr. 15.000.-

Staðsetning: Stjörnugróf 9 við Blesugróf (Lækjarás)