ÞEKKIR ÞÚ TIL FATLAÐS BARNS Á ALDRINUM 10-18 ÁRA?

Vakin er athygli á rannsókn á lífsgæðum og þátttöku fatlaðra barna sem unnin er í samstarfi Háskóla Íslands og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar auk fleiri aðila. Markmiðið er meðal annars að fá fram sjónarmið barna og unglinga sem búa við skerðingar af einhverju tagi en reynslan sýnir að það er sjaldan leitað eftir viðhorfum þeirra í rannsóknum. Mögulega þykir erfitt að ná til fatlaðra barna, en ástæðan kann einnig að tengjast neikvæðum viðhorfum og litlum væntingum til þeirra.

Vitað er að lífsgæði barna tengjast aðild þeirra að félagslegum samskiptum og námi. Þess vegna viljum við kanna þátttöku fatlaðra barna heima fyrir, í skólanum og í nærsamfélaginu. Einnig er horft til þess hvort og að hvaða marki þættir í umhverfinu styðja við eða draga úr lífsgæðum og þátttöku barnanna, svo sem hvort nægilegur og viðeigandi stuðningur sé fyrir hendi.

Óskað er eftir þátttakendum í viðtöl! Nánari upplýsingar má sjá í meðfylgjandi auglýsingu og á vefsíðu verkefnisins.

Fræðslusvið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar vonar að samstarfsaðilar og aðrir þeir sem tengjast málefnum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra sjái sér fært um að miðla upplýsingum um þetta verkefni til sem flestra á sínum vettvangi.