Svör framboða við spurningum Einhverfusamtakanna

Í aðdraganda alþingiskosninga ákvað stjórn Einhverfusamtakanna að senda framboðunum bréf með nokkrum spurningum. Hér má lesa bréfið og svörin sem bárust.

Þjónusta við börn og fullorðna á einhverfurófi á Íslandi

Spurningar til stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningum 2021 Kæra stjórnmálafólk.

Í aðdraganda alþingiskosninga hafa Einhverfusamtökin áhuga á að fá fram stefnu framboðanna í málefnum einhverfra á Íslandi.
Á undanförnum árum hafa Einhverfusamtökin reglulega bent stjórnvöldum á þörfina fyrir bætta þjónustu fyrir einhverfa. Teljum við nauðsynlegt að koma á laggirnar þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir fólk á einhverfurófi og fólk með þroskahömlun þar sem sú þekking sem er þó til yrði sameinuð og miðlað áfram til allra hliða samfélagsins, t.d. með þekkingarteymum sem gætu farið inn í skóla, heilbrigðiskerfið, út í atvinnulífið og inn á heimili með ráðgjöf. Fordæmi fyrir slíkum miðstöðvum er í nágrannalöndum okkar og teljum við að á Íslandi gæti staðan orðið mun betri með tilkomu slíkrar miðstöðvar. Fyrirmynd að slíkri miðstöð sjáum við í Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.
Aðgengi að sérfræðingum, bæði til greiningar og til meðhöndlunar er gífurlega ábótavant og bið eftir greiningu barna er talin í árum en ekki í mánuðum. Ekki er óalgengt að biðin sé 3-6 ár eftir greiningu. Skortur er á geðlæknum, heila- og taugasérfræðingum og sálfræðingum með einhverfuþekkingu, sérstaklega fyrir fullorðna. Einnig er þörf á fjölbreyttari fagstéttum í þjónustu við einhverfa. Auka þarf aðkomu þroskaþjálfa og iðjuþjálfa að öllu starfi og þjónustu í skólakerfinu og félagsþjónustunni. Einhverfusamtökunum er umhugað um að málum verði fylgt fast eftir og óskar þess þar af leiðandi af ykkur að þið gefið ykkur tíma til að svara neðangreindum spurningum sem allar varða málefnið með beinum eða óbeinum hætti. Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Hvert yrði ykkar framlag í baráttu fyrir réttindum og þátttöku fólks á einhverfurófinu?

2. Hvað ætlar þinn flokkur að gera til þess að bæta aðgengi að greiningu og eftirfylgni?

3. Hvað telur þinn flokkur að sé ásættanleg bið eftir greiningu?

4. Hvaða leiðir myndi þinn flokkur fara til að bæta aðgengi einhverfra að geðheilsuteymum? Eins og staðan er í dag þá er algengara en ekki að fólki á einhverfurófi sé vísað frá geðheilsuteymunum sökum þekkingarskorts starfsfólks.

5. Hvaða tillögur hefur flokkurinn sem stuðla að aukinni fræðslu og þekkingu á einhverfu fyrir íslenskt samfélag?

6. Hver er ykkar afstaða til stofnunar þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar?

Við óskum þess að fá svör á netfangið einhverfa@einhverfa.is fyrir 20. september. Svörin sem berast verða birt á heimasíðu samtakanna svo fólki gefist kostur á að sjá hver sjónarmið ykkar eru varðandi málefni einhverfra á Íslandi. Bréfi þessu fylgja með punktar upp úr stefnumótun Einhverfusamtakanna um hlutverk, gildi og áherslur samtakanna sem ættu að gefa góða mynd af því sem framundan er.

Virðingarfyllst, Inga Aronsdóttir, formaður stjórnar Einhverfusamtakanna. einhverfa@einhverfa.is 

Samantekt á þeim svörum sem bárust okkur er undir þessum hlekk.

Flokkur fólksins

Framsóknarflokkurinn(svöruðu fyrstu þremur spurningunum)

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn vísar á heimasíðu sína, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (x-o.is)

Miðflokkurinn hefur ekki svarað.

Píratar

Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn svarar ekki spurningum nema þær uppfylli ákveðin skilyrði sem eru eftirfarandi: Að spurningarnar séu skýrar, einfaldar, ekki margþættar eða skilyrtar og ekki fleir en þrjár talsins. Okkar spurningar uppfylltu ekki þau skilyrði. 

Sósíalistaflokkurinn

Viðreisn

Vinstri grænir