RÉTTURINN TIL TJÁSKIPTA

Í mörg ár hafa fulltrúar landssamtaka einhverfra á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum haldið sameiginlega fundi einu sinni á ári til að deila reynslu sinni.  Síðasti fundur var haldinn í Gautaborg í Svíþjóð og var aðalumræðuefni fundarins óhefðbundnar tjáningaleiðir og réttur fólks til tjáskipta. Í lok fundar ákvað hópurinn að senda frá sér ályktun um réttinn til tjáskipta. Ályktunina má finna hér á ensku en þýðing kemur hér fyrir neðan.

Ályktun frá fundi Norrænna og baltneskra einhverfusamtaka 2019

RÉTTURINN TIL TJÁSKIPTA

Tjáskipti eru mannréttindi, sem lýst er í Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna, Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Tjáskipti eru grunnurinn að því að vera manneskjur. Við þurfum tjáskipti til að eiga í samskiptum, skiptast á upplýsingum og hugmyndum og einnig til að stofna til sambanda og viðhalda samböndum. Menntun okkar og störf eru háð tjáskiptum, sem og þátttaka í réttarkerfinu, stjórnmálum og samfélaginu öllu.

Til þess að geta haft stjórn á eigin lífi verðum við að fá upplýsingum miðlað til okkar á aðgengilegan hátt og eiga leið til að tjá skoðanir okkar, tilfinningar og þarfir. Fyrir margt fólk á einhverfurófi er þetta hinsvegar ekki raunveruleikinn. Það eru margar hindranir í vegi fyrir fullri þátttöku í samfélaginu. Skortur á aðgengilegum upplýsingum og ófullnægjandi leiðir til óhefðbundinna tjáskipta (AAC) koma í veg fyrir þátttöku þeirra og getu til að tjá langanir og skoðanir. Þetta hindrar einnig fólk í því að þróa og þroska hæfileika sína og áhugamál, að stofna til og viðhalda samböndum og hafa stjórn á eigin lífi.

Til að ná fram þessum mannréttindum fyrir fólk á einhverfurófi verður að vera:

—   Betri almenn þekking á einhverfu

—   Sterkari löggjöf í löndum okkar um óhefðbundnar tjáskiptaleiðir.

—   Snemmtæk íhlutun sem leggur áherslu á tjáskipti barna

—   Sérfræðiþekking á einhverfu sem getur veitt einstaklingsmiðaðan stuðning allt lífið fyrir fólk á einhverfurófi

 

AUTISM- OCH ASPERGERFÖRBUNDET (AUTISM AND ASPERGER ASSOCIATION IN SWEDEN)

AUTISMFORENINGEN I NORGE (AUTISM SOCIETY NORWAY)

AUTISMILIITTO (AUTISM FINLAND)

EESTI AUTISMILIIT (ESTONIAN AUTISM ALLIANCE)

EINHVERFUSAMTÖKIN (THE ICELANDIC AUTISTIC SOCIETY)

LANDSFORENINGEN AUTISME (AUTISM DENMARK)

LATVIAS AUTISMA APVIENIMA (LATVIAN AUTISM ASSOCIATION)

LIETUVOS AUTIZMO ASOCIACIJA “LIETAUS VAIKAI” (LITHUANIAN AUTISM ASSOCIATION)