Auglýst eftir framkvæmdastjóra fyrir Specialisterne ses á Íslandi

Auglýst er eftir framkvæmdastjóra Specialisterne í fréttablaðinu 11. desember 2010.

Starfssvið.
Byggja upp og þróa fyrirtæki sem stuðlar að nýjum og virðisaukandi starfstækifærum fyrir einhverfra.
Samskipti við fyrirtæki varðandi atvinnumál.
Samskipti við Specialisterne í Danmörku og aðra hagsmunaaðila hérlendis.
Yfirumsjón með sérfræðingum sem annast greiningu, hæfnismat og starfsþjálfun.
Upplýsingagjöf til stjórnar o.fl.
Fullt starf fæli að auki í sér verkefnastjórnun í tengslum við atvinnuþáttöku einstaklinga.

Menntunar- og hæfniskröfur.
Háskólamenntun.
Reynsla af stjórnun/verkefnastjórnun.
Góður árangur í fyrri störfum.
Mikið frumkvæði, þolinmæði og skipulagshæfileikar.
Góð tjáskipti í ræðu og riti.
Gott vald á íslensku og ensku.
Áhugi og skilningur á þeirri hugmyndafræði sem unnið er eftir.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember n.k. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) í síma 587 1145. Umsóknir með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Með umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi viðkomandi.

Frekari upplýsingar á heimasíðu http://www.specialisterne.is/

Setjið líka LIKE á Facebook síðu Specialisterne á Íslandi.