Einhverfusamtökin taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons. Hægt er að hlaupa fyrir samtökin eða heita á þá hlaupara sem hafa skráð sig í hlaupið til styrktar Einhverfusamtökunum. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Hlauparar geta komið á skrifstofu samtakanna í ágúst og fengið gefins boli. Einnig er hægt að fá bolina senda út á land.
Hvatningarstöð Einhverfusamtakanna í Reykjavíkurmaraþoni
Hvatningarlið Einhverfusamtakanna klæðist bolum samtakanna og hvetur hlaupara áfram þegar þeir hlaupa framhjá. Verum sýnileg, klöppum og hvetjum fólk áfram. Við viljum gjarnan fá sem flesta til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga þá sendu póst á einhverfa@einhverfa.is til að fá nánari upplýsingar.