Hjálpræðisherinn stendur fyrir borðspilahittingum öll föstudagskvöld klukkan 18:00-24:00. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Hentar vel skynsegin fólki. Skemmtilegt og kózý andrúmsloft.
Borðspilahittingur mánudaginn 1. desember klukkan 14:00, fyrir 18 ára og eldri skynsegin. ATH! Ný staðsetning: Nýsköpunarsetrið við Lækinn, (Gamli Lækjaskóli) Skólabraut 3, 220 Hafnarfjörður
Hugsuðir hittast í Tónabæ, Safamýri 28, klukkan 17:30. Jólatími, skreyttar piparkökur og pakkaleikur. Ef þið viljið vera með í pakkaleiknum, þá kaupiði gjöf sem má kosta í mesta lagi 3000 kr. Vinsælar gjafir eru til dæmis spil og nammi, en þið megið að sjálfsögðu kaupa það sem ykkur dettur í hug.