14. september kl. 14:30-16:30
Viðburðir
Matsalur 1. hæð á Háaleitisbraut 13, Reykjavík
Nú eru að fara af stað hjá okkur handavinnuhittingar fyrir einhverfa 18 ára og eldri.
Staður: Háaleitisbraut 13, matsalur á 1. hæð
Stund: Annar laugardagur hvers mánaðar, kl. 14:30-16:30
Umsjón með hittingunum hefur Ragnheiður Ösp Sig.
Ragnheiður lauk hönnunarnámi árið 2008 og hefur starfað sjálfstætt sem vöruhönnuður síðan þá ásamt því að kenna jóga og læra sálfræði.
Hún er sérleg áhugakona um ýmsa hluti, m.a. plöntur, útivist, tónlist og hjólaskauta, og flest það sem tengir huga og hönd á einn eða annan hátt.
PS: við viljum gjarnan bæta við 1-2 umsjónaraðilum til að halda utan um hópinn ásamt Ragnheiði. Skilyrði: vera á einhverfurófi, hafa áhuga á handavinnu og treysta sér til að halda utan um hittinga eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Sigrún í netfangi: sigrun@einhverfa.is