Einhverfusamtökin taka þátt í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons. Hægt er að hlaupa fyrir samtökin eða heita á þá hlaupara sem hafa skráð sig í hlaupið til styrktar einhverfusamtökunum. Þökkum við kærlega fyrir stuðninginn. Hlauparar geta komið á skrifstofu samtakanna í ágúst og fengið gefins boli. Einnig er hægt að fá bolina senda út á land.
Hlaupið af stað frá Sóleyjargötu og endað í Lækjargötu.
Ræst verður á eftirfarandi tímum:
8:30 - Keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni
8:40 - Almennur flokkur í maraþoni og hálfmaraþoni - Skemmtiganga í 10 km
9:30 - Keppnisflokkur í 10 km
9:40 - Almennur flokkur í 10 km
11:30 - Upphitun í Skemmitskokki hefst
12:00 - Skemmtiskokk ræst