Hvatningarstöð Einhverfusamtakanna í Reykjavíkurmaraþoni

Hvatningarlið Einhverfusamtakanna klæðist bolum samtakanna og hvetur hlaupara áfram þegar þeir hlaupa framhjá. Verum sýnileg, klöppum og hvetjum fólk áfram. Við viljum gjarnan fá sem flesta til að taka þátt. Ef þú hefur áhuga þá sendu póst á einhverfa@einhverfa.is til að fá nánari upplýsingar. Við verðum á horni Sturlugötu og Sæmundargötu, til móts við Norræna húsið.