Hugsuðir, unglingahópur

Kæru Hugsuðir! 

Nú er aðeins farið að hlýna í veðri og þess vegna ætlum við að skella okkur í útileiki (Kubb o.fl.) á Klambratúni og fara svo út að borða á Ruby Tuesday í Skipholti næsta þriðjudag, þann 24. apríl. 
Við hittumst kl. 17:30 á Klambratúni og eigum pantað borð á Ruby Tuesday kl. 18:30, þar sem hver og einn borgar fyrir sig. Við þurftum ekki að taka hópmatseðil þannig að hver og einn getur fengið sér það sem hann vill. Matseðilinn má skoða á www.ruby.is.

En að öðru: Vorferðin!

Þann 12. maí (ca. kl 10-16:30) ætlum við að fara í okkar árlegu vorferð. Þetta er óvissuferð en þeim sem finnst óþægilegt að vita ekki hvað við ætlum að gera mega auðvitað senda mér póst og ég segi ykkur planið. Ég vil biðja þá sem ætla að koma með okkur að skrá sig, annað hvort með því að segja okkur í næsta hittingi að þið ætlið með - eða að senda mér póst fyrir 25. apríl. 
Vorferðin er í boði Einhverfusamtakanna og við lofum miklu fjöri. 
Vonandi koma sem flestir með :)!

Hlökkum til að sjá ykkur næsta þriðjudag,
Margrét, Anita, Thelma, Ingibjörg og Hildur.