„Brjótum múra, bætum hag fólks á einhverfurófi - Byggjum aðgengilegt samfélag“ Alþjóðlegur dagur einhverfu, 2. apríl

Einhverfusamtökin eru aðili að Autism Europe.  Herferð þeirra þetta árið í tengslum við Alþjóðlegan dag einhverfu, 2. apríl er "Break barriers together for autism. Let's build an accessible society" sem við höfum kosið að þýða „Brjótum múra, bætum hag fólks á einhverfurófi - Byggjum aðgengilegt samfélag Viljum við gjarnan fá ábendingar frá fólki um þær hindranir sem það er að kljást við í daglegu lífi. Sendið okkur skilaboð eða tölvupóst á netfangið einhverfa@einhverfa.is .  Ábendingunum verður síðan safnað saman og notaðar í stefnumótun samtakanna.