Fréttir

Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.

Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.

2. apríl er alþjóðadagur einhverfu og munu Einhverfusamtökin efna til listviðburðar af því tilefni. Leitum við að einhverfu fólki, 18 ára og eldri, í listum og skapandi greinum. Ætlunin er að kynna listafólk og verk þeirra á vefmiðlum í mars og efna svo til sýningar í Hamrinum í Hafnarfirði fyrstu eða aðra helgina í apríl.
Lesa fréttina Einhverfusamtökin leita að skapandi einhverfu fólki til að taka þátt í Marglitum mars.
Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum

Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum

Einhverfusamtökin óska félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa samtakanna verður lokuð frá 23. desember en hægt er að senda tölvupóst á netfangið einhverfa@einhverfa.is ef þörf er á og við munum hafa…
Lesa fréttina Jólakveðja frá Einhverfusamtökunum

Einhverfusamtökin auglýsa eftir sjálfboðaliðum í tímabundna vinnuhópa.

Einhverfusamtökin auglýsa nú eftir áhugasömum sjálfboðaliðum í tímabundna vinnuhópa sem eiga að útfæra þýðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um Réttindi Fatlaðs Fólks (SRFF) í tilviki einhverfu. Hver hópur ákveður nánar innbyrðis hvernig innra starf hópsins verður útfært, eins og hvenær hann fundar og annað nánara skipulag. Byrjað verður á þremur málefnum og tekur hver hópur eitt þeirra. Í þessari umferð verður það aðgengi, atvinna, og menntun.
Lesa fréttina Einhverfusamtökin auglýsa eftir sjálfboðaliðum í tímabundna vinnuhópa.

Styrkir til Einhverfusamtakanna veita skattfrádrátt samkvæmt lögum um almannaheillafélög

Einhverfusamtökin hafa fengið skráningu sem félag til almannaheilla og eru komin á almannaheilaskrá Ríkisskattstjóra. Veitir þessi skráning  skattfrádrátt fyrir einstaklinga og fyrirtæki af styrkjum til samtakanna. Höfum við sett upp hlekki á heimasíðu samtakanna þar sem fólk getur skráð sig fyrir á…
Lesa fréttina Styrkir til Einhverfusamtakanna veita skattfrádrátt samkvæmt lögum um almannaheillafélög