Einhverfukaffi fyrir foreldra og aðstandendur.

Einhverfusamtökin hafa gert breytingu á foreldrastarfinu. Í vetur förum við af stað með Einhverfukaffi fyrir foreldra og aðstandendur og verður starfið í umsjón einhverfs fólks.
Fundirnir eru í umsjón einhverfra einstaklinga þar sem foreldrum og aðstandendum einhverfra barna gefst tækifæri að fá ráð frá fullorðnum einhverfum. Hópurinn er ekki hugsaður sem stuðningshópur foreldra við hvert annað heldur upplýsingahópur einhverfra til foreldra.
Fundirnir verða áfram mánaðarlega, fyrsta miðvikudag í mánuði klukkan 20:00-22:00, að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, fyrstu hæð (í matsalnum).