Reykjavíkurmaraþon - Stuð og hvatning

Einhverfusamtökin og stuðningsmenn hlaupara sem að hlaupa þeim til styrktar í Reykjavikurmaraþoninu laugardaginn 19. ágúst, ætla að safnast saman við JL húsið milli kl 8:30 og 11:30 og hvetja sitt fólk áfram. Stjórnarmeðlimir verða á staðnum og þeir sem koma og taka þátt í hvatningarhópnum fá bol með merki Einhverfusamtakanna. Hvetjum alla til að fjölmenna og koma með hvaða tól og tæki sem hvatt geta okkar fólk áfram.Sjáumst vonandi sem flest og deilið þessu á vini og vandamenn. Og auðvitað að heita á hlauparana á  https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/249/einhverfusamtokin