Marglitur hittingur - skapandi samvera fullorðinna á einhverfurófi

Skapandi samvera verður fyrsta laugardag hvers mánaðar klukkan 13 til 16, þar sem einhverfir, 18 ára og eldri geta komið saman, unnið að sköpun sinni og hitt aðra á rófinu með svipuð áhugamál. Við verðum í Hamrinum - Ungmennahúsi, Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Aðstaðan í húsinu býður upp á fjölbreytta listsköpun en fólk verður að taka með sér það hráefni sem vinna skal úr og gæta að hreinlæti á staðnum.